6 Febrúar 2018 15:30

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2018 er í dag. Slagorð dagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu: betra net byrjar hjá þér! Eða eins og það útleggst á ensku: Create, connect and share respect: A better Internet starts with you!

Í tilefni af þessum degi viljum við minna á að ríkislögreglustjóri í samstarfi við Barnaheill Save the Children á Íslandi starfrækir ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti. Ábendingahnappinn má finna á heimasíðum lögreglunnar, SAFT og Barnaheilla.

Einnig viljum við benda á viðmið sem Umboðsmaður barna, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, SAFT og Unicef hafa tekið höndum saman um gerð, vegna umfjöllunar um börn á samfélagsmiðlum. Viðmiðin eru hugsuð sem heilræði fyrir foreldra og aðra aðstandendur barna. Lykilorðin fjögur eru friðhelgi, samþykki, ábyrgð og öryggi. Höfum þau í huga þegar við deilum efni um börn á samfélagsmiðlum. Sjá hér fyrir neðan.
#SaferInternetDay #SID2018