24 Júní 2016 12:17

Klukkan 10:03 í morgun var tilkynnt um alvarlegan þriggja bíla árekstur á Öxnadalsheiði. Þarna hafði orðið árekstur með þeim hætti að ein bifreið var að taka fram úr annarri bifreið í þann mund er lítil fólksflutningabifreið kemur á móti með þeim afleiðingum að sú bifreið sem var að taka framúr veltur út af veginu en árekstur varð með hinum tveimur.  Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um málvöxtu á þessu stigi málsins.  Í rútunni voru 12 farþegar auk bílstjóra, í annarri bifreiðinni voru tveir aðilar og einn í hinni. Slysið var mjög alvarlegt ökumaður annarri bifreiðarinnar lést og farþegi þar er alvarlega slasaður.  Ekki vitað nánar um slys á fólki en allir fara í skoðun á sjúkrahúsið á Akureyri. Umferðarslysið er í rannsókn.  

Vegna slysins var þjóðvegi 1 lokað við Varmahlíð og Ólafsfjarðarveg og vegfarendum bent á leið um Ólafsfjarðarveg til Skagafjarðar.  Óvíst er hve lengi lokunin stendur.

Það er búið að aflétta lokunum á Öxnadalsheiði og er hún nú opin fyrir umferð. Þökkum vegfarendum þolinmæði og tillitsemi