Lögreglunni er heimilt að víkja frá ákveðnum umferðarreglum í neyðartilfellum, en þá er ekinn svokallaður forgangsakstur. Slíkum akstri er skipt niður í þrep, eftir því hversu alvarlegt atvikið er. Gott er að taka fram að slíkur akstur fer ekki allur fram með notkun blárra ljósa og sírenum.

Þetta er að sjálfsögðu mat hverju sinni og krefst þess að lögreglumenn gæti vel að öryggi annarra vegfarenda og sínu eigin.

Mikið eftirlit er með akstri lögreglu og meðal annars er allur akstur lögreglu skráður, hraður, notkun forgangsljósa og þar fram eftir götunum. Fáar stéttir þola jafn mikið eftirlit með störfum sínum. Þetta gerir það að verkum að lögreglumenn geta ávallt átt von á því að farið sé yfir akstur þeirra.

Posted in: Lögreglan