Eftir að tilkynningin hefur verið hringd inn þá er það tilkynnt yfir talstöðvarrásina um að umrætt ökutæki sé í umferð og að ökumaður sé grunaður um að vera undir áhrifum áfengis, ásamt öðrum upplýsingum sem liggja fyrir eins og hverfi og akstursstefna. Útvinnandi lögreglumenn reyna að finna viðkomandi, stöðva akstur og kanna ástand. Ef ökumaður mælist yfir mörkum þá er hann handtekinn.

Það er mikilvægt fyrir okkur að fólk láti fylgja með allar upplýsingar sem geta skipt máli, bílnúmer, bíltegund, sérkenni bifreiðar. Ekki síst er gott að vita hvar viðkomandi er, hvert viðkomandi er að fara og hvort að tilkynnandi sé e.t.v. á eftir bílnum. Allt skiptir þetta máli til að reyna að finna þann bíl sem leitað er að.

Posted in: Umferðarmál