Svarið við þessu er á þann veg að ekki er skylda fyrir lögreglumenn að nota sírenur, t.d. þegar farið er yfir gatnamót, slíkt er matsatriði hverju sinni og því er mismunandi hvort að notkun á sírenum sé nauðsynleg eða ekki.

Sírenuhljóð berst illa inn í ökutæki, enda eru ökutæki í dag orðin það vel einangruð að hljóð berst mjög illa inn í þau. Þetta veldur því að þegar lögreglan er í forgangsakstri þá sjást ljósmerki löngu áður en hljóðmerki heyrist. Vegna þessa höfum við dregið úr notkun hljóðmerkja til að valda minna áreiti, enda verða margir ökumenn mjög stressaðir þegar við förum um með slík hljóðmerki, auk þess sem hljóðið berst um íbúðahverfi.

Vegna þessa er það alltaf matsatriði hvaða búnaði er beitt. Þess ber þó að geta að enginn er meira vakandi fyrir því að forgangsakstur sé framkvæmdur á öruggan máta en okkar fólk, enda er það einmitt okkar fólk sem er í mestri hættu þegar kemur að forgangsakstri. Þannig reynir okkar fólk að beita þeirri þjálfun sem það býr yfir og meta hvernig sé hægt að framkvæma forgangsakstur á sem hættulausasta máta.

Posted in: Lögreglan