Alveg sömu reglur gilda um lögregluna og aðra hvað varðar hámarkshraða og umferðarlög almennt. Lögreglan hefur hins vegar heimild til að víkja frá reglum umferðarlaga, þar á meðal hámarkshraða ef nauðsyn krefur. Það sést stundum með því að ökumaður viðkomandi lögreglubíls notar þar til gerð hljóð og ljósmerki, en slíkt þarf ekki að vera í öllum tilvikum. Sem dæmi um aðstæður þar sem lögregla þarf ekki að nota þar til gerð hljóð og ljósmerki er þegar slík merki gætu varað brotamenn eða aðra við að lögregla sé að nálgast. Mikilvægt er að muna að lögreglumenn eru ábyrgir fyrir akstri við slíkar aðstæður og taka slíka ábyrgð mjög alvarlega.

Allar ferðir lögreglubíla og hraði þeirra er skráður á 5 sek. fresti. Ef fólk hefur orðið vart við eitthvað óeðlilegt þegar kemur að akstri lögreglubifreiða er hægt að senda okkur ábendingu um það ásamt nákvæmri tíma- og staðsetningu og þá getum við kannað málið nánar.

Posted in: Lögreglan