Í umferðarlögum segir í 71. grein:

„Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum lægri en 150 cm á hæð.  Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal nota öryggisbelti fyrir barnið.“

Þannig er í raun miðað við 150 cm þegar kemur að þessum sérstaka öryggisbúnaði fyrir börn.

Að sama skapi mega börn sem styttri eru en 150 cm á hæð ekki sitja í framsæti bifreiða þar sem uppblásinn öryggispúði er staðsettur fyrir framan barnið.

Posted in: Umferðarmál