Um þetta er fjallað í reglugerð um hávaða, en hana má finnan hérna að neðan. Í töflu IV í reglugerðinni er fjallað um háværar og sérstaklega háværar framkvæmdir sem eru unnar nálægt íbúabyggð og gefin upp tímamörk hvað þetta varðar. Sérstaklega hávaðasamar framkvæmdir eru þær sem fela í sér:

„Vinna sem hefur í för með sér mikinn hávaða svo sem vinna við höggbor, háværa háþrýstidæli, meitlun á bergi eða sprengingar.“

Í reglugerðinni má finna ýmsar tölulegar upplýsingar, tímamörk, hávaðamælingar og margt annað sem miða má við. Almennt virðist miðað við að hávaði megi ekki byrja fyrir en kl. 07:00 á virkum dögum en kl. 10:00 um helgar. Þá kemur einnig fram að sérlega hávaðasamar framkvæmdir megi ekki standa yfir um helgar eða á öðrum frídögum.

Eftirlit með þessari reglugerð er í höndum heilbrigðisnefnda sveitarfélaga en Umhverfisstofnun fer með yfirstjórn þessara mála.

Vefur Umhverfisstofnunnar.

Posted in: Hávaði