Þetta er ansi skemmtileg fyrirspurn, en kannski ekki nokkuð sem hægt er að svara á mjög einfaldan máta.

Í fyrsta lagi er ákvæði í hegningarlögum sem snýr að blygðunarsemisbrotum, en eins og svo margt annað þá er það auðvitað háð mati þess sem upplifir sig að hafa orðið fyrir því að blygðun viðkomandi sé ofboðið og ásetningi þess sem framkvæmir, s.s. hvort viðkomandi sé hreinlega að bera sig til að njóta sólarinnar eða að bera sig til að hneyksla aðra og láta þeim líða illa.

Að sama skapi fjallar lögreglusamþykkt um svipað efni en þar segir í 3. grein: „Enginn má áreita aðra á almannafæri eða sýna þar af sér ósæmilega háttsemi.“ Þannig má í raun segja að eins og svo margt annað sé þetta allt háð mati. Ef við gæfum okkur tvö ímynduð dæmi um einstakling sem liggur í fáklædd/ur sólbaði en annann sem hleypur um á fæðingargallanum einum saman, til þess eins að valda usla og leiðindum. Margt í okkar vinnu er þannig alfarið háð aðstæðum, það er einmitt staðan sem gerir okkar vinnu svo ansi flókna, að það eru svo ansi mörg atriði sem þarf að hafa til hliðsjónar þegar teknar eru ákvarðanir.

Posted in: Ýmislegt