Öllum okkar er mjög umhugað um börn og vellíðan þeirra. Heimili og skólar leggja mikið á sig að skapa börnum heilnæmt og öruggt umhverfi. En í dag eru börn berskjölduð í tölvusamskiptum og því mikilvægt að huga að umhverfi þeirra þar.

Hér eru nokkrar góðar og gildar reglur sem er gott að temja sér.

  • Staðsetjið tölvuna á opnu svæði, ekki í  herbergjum barnanna.
  • Eyddu tíma í að vafra um á netinu með barninu og leyfðu því að kenna þér hvernig netið virkar
  • Ræðið við barnið um hugsanlegar hættur er leynast á netinu.
  • Kennið barninu á jákvæðan og öruggan hátt að umgangast netið.
  • Setjið reglur um að bannað sé að gefa upp persónulegar upplýsingar eins og:
Nafn
Heimilisfang
Símanúmer
Senda myndir
Í hvaða skóla þau ganga
Nöfn annarra heimilismanna
  • Leyfið barninu ekki að umgangast „netvini” nema að segja ykkur frá þeim og jafnvel að ykkur viðstöddum.
  • Sýnið netnotkun barnsins áhuga og hvetjið það til að vafra á síðum sem er á áhugasviði þess líkt og leitað væri eftir góðu sjónvarpsefni.
  • Fjárfestið í öryggisloka sem lokar þeim svæðum sem óæskileg eru börnum t.a.m. erlendum klámsíðum.
  • Skoðið ferilskrána í tölvunni reglulega til að sjá hvar barnið hefur verið að vafra.

Ef barnið verður fyrir áreitni í gegnum spjallrásir, hafið þá samband við skóla eða lögreglu. Margar af þessum reglum eiga líka við um nýjustu tegundir síma.

Hér eru góðir tenglar til að skoða og sumt af því með börnum ykkar:

Reglur um öruggt spjall.
Samfélag, fjölskylda og tækni – vakningarátak um örugga tækninotkun unglinga á Íslandi.

Undirsíður