30 Janúar 2015 15:07

Fyrsti fundur lögreglustjóra eftir breytingu á skipan lögreglumála þann 1. janúar sl. var haldinn í húsakynnum ríkislögreglustjóra í dag þar sem ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar landsins hittust.

Í kjölfar breytingar  á lögreglulögum nr. 90/1996 var þeim umdæmum landsins þar sem sýslumenn voru jafnframt lögreglustjórar skipt upp í sjálfstæð umdæmi lögreglu og sýslumanna. Nýir lögreglustjórar og sýslumenn voru skipaðir í þeim. Umdæmum lögreglu var jafnframt fækkað úr 15 í 9. Ýmis sameiginleg málefni voru rædd þar á meðal staða mála eftir breytingu á skipan lögreglu. Fundarmenn voru sammála um að breytingarnar hjá lögreglu hefu tekist vel.

Frétt_30012015