13 Janúar 2017 10:43

Nokkuð var um umferðarslys í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni og var hálku um að kenna í einhverjum tilvikum. Á Reykjanesbraut, í nágrenni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, missti ökumaður stjórn á bifreið sinni af þeim sökum með þeim afleiðingum að hún fór yfir á öfugan vegarhelming og hafnaði framan á annarri bifreið sem ekið var frá flugstöðinni. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og reyndust þeir vera með minni háttar meiðsl. Bifreiðarnar voru óökuhæfar eftir áreksturinn og voru þær fjarlægðar með dráttarbifreið.