5 Mars 2018 14:51

Tveir ökumenn voru stöðvaðir um liðna helgi grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.  Þá voru tveir ökumenn sektaðir vegna umferðarlagabrota, annar fyrir ólöglega lagningu ökutækis og hinn fyrir að hafa ekki öryggisbelti spennt í akstri.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í liðinni viku en þarna hafði ökumaður ekið afturábak og lent á kyrrstæðri bifreið. Engin slys urðu á fólki en smávægilegt tjón varð á ökutækjum.

Síðdegis sl. sunnudag var lögreglu tilkynnt um sinueld vestan við Lukku, en slökkviliði Vestmannaeyja tókst að slökkva eldinn áður en tjón hlaust af.  Ekki er vitað um eldsupptöku.