26 Júlí 2016 11:13

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku vegna hinna ýmsu verkefna sem upp komu. Skemmtana hald helgarinnar gekk þokkalega fyrir sig en eitthvað var þó um að aðstoða þurfti fólk vegna övunarástands þess.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða árekstur lyftara og vörubifreiðar á Friðarhafnarbryggju. Engin slys urðu á fólki en vörubifreiðin er eitthvað skemmd eftir áreksturinn.

Alls liggja fyrir fjórar kærur vegna brota á umferðarlögum og er í öllum tilvikum um að ræða ólöglega lagningu.

Nú styttist óðum í Þjóðhátíð, sem er um næstu helgi og vill lögreglan af því tilefni minna foreldra og forráðamenn á að útivistareglurnar gilda jafnt á Þjóðhátíð sem og aðra daga.