28 Nóvember 2016 14:01

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og tiltölulega fá mál sem komu upp. Helgin gekk ágætlega fyrir sig og rólegt í kringum skemmtistaði bæjarnis.

Alls liggja fyrir fimm kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna en um er að ræða biðskyldubrot, ólöglega lagningu ökutækja og vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstir.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í liðinni viku en þarna hafði bifreið runnið og lenti á grindverki. Engin slys á fólki og minnháttar tjón á bifreiðinni og grindverkinu.

Lögreglan vill minna ökumenn á að nota ökuljósin en töluvert ber á því að ökumenn aki um með svokölluð dagljós kveikt en ekki aðalljós. Þegar dagljósin eru kveikt er yfirliett ekki kveikt á afturljósunum og því nauðsynlegt að kveikja aðalljósin til að virkja afturljósin.  Þetta á auðvitað alltaf við en þó sérstaklega núna í skammdeginu.