25 Júlí 2017 15:57

Vikan var frekar róleg hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem komu upp.  Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins og fór skemmtanahaldið fram með ágætum.

Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða rúðbrot í langferðabifreið sem stóð á Eiðinu.  Einnig var sprautað úr duftslökkvitæki í stýrishús vörubifreiðar sem stóð þar skammt frá.  Lögreglan hefur upplýsingar um það hverjir þarna voru að verki og er málið í rannsókn.

Fjórar kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða ólöglega lagningu ökutækja og vanrækslu á notkun öryggisbelta í akstir.

Lögreglan vill í tilefni umræðu sem fram hefur farið á facebook að undanförnu, varðandi tillitsemi í umferðinni, að hvetja vegfarendur til að sýna hverjum öðrum tillitsemi.  Rétt er að benda ökumönnum á að virða gangbrautaréttinn sem og að nota stefnuljós, en tilgangur með notkun þeirra er að greiða fyrir umferð og auka öryggi vegfarenda.