6 Júní 2017 13:33

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og fór skemmtanahald helgarinnar fram með ágætum.  Þó þurfti lögreglna að aðstoða nokkra aðila sökum ölvunarástands þeirra.

Eitt fíkniefnamál kom upp í liðinni viku en þá fundust fíkniefni á gólfi gistihúss í bænum. Ekki er vitað hver eigandi efnisins er.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.

Lögreglan fékk í vikunni tilkynningu um utanvegaakstur torfæruhjóla á Nýjahrauni og suður á Eyju. Akstur þessara hjóla er engöngu leyfður á svæði sem úthlutað hefur verið á hrauninu. Ef ekið er á öðrum svæði en þessum, telst það utanvegaakstur og varðar sektum. Lögreglan leitar aðstoðar hjá almenningi ef það þekkir þessa aðila sem stunda þennan akstur að láta lögreglu vita svo hægt sé að koma lögum yfir þá.