23 September 2014 12:00

Lögreglan á Vestfjörðum,  björgunarsveitir á svæði 6, í Vesturbyggð, og þyrla Landhelgisgæslunnar leita nú þýsks ferðamanns á og við Látrabjarg.  Um er að ræða Christian Mathias Markus fd. 11. október 1980. Fjölskylda mannsins í þýskalandi fór að óttast um Christian sl. laugardag og hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóraembættið. 

Síðast sást til Christians yfirgefa hótelið í Breiðuvík í Vesturbyggð þann 18. september sl.  Hann var einsamall á ferð, ók bílaleigubifreið af gerðinni Suzuki Grand Vitara.  Sú bifreið fannst mannlaus á bifreiðastæðinu við Látrabjarg nú í morgun. Leit mun halda áfram í dag og aftur á morgun.  Hún hefur engan árangur borið enn sem komið er.

Ekki er talið að hvarf Christians hafi borið að með saknæmum hætti.

Ef einhver hefur orðið var við ferðir Christians frá 18. september sl. þá óskar lögreglan á Vestfjörðum eftir þeim upplýsingum í síma 450 3730 eða 112.

Christian Mathias Markus (Christian Nickenig).