Lögregluskólinn

Síðast uppfært: 25 Ágúst 2016 klukkan 15:06

Lögregluskóli ríkisins hefur verið lagður niður frá og með 30. september næstkomandi.
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Opnað hefur verið fyrir umsóknir þar, sjá nánar hér.


 

Fjallað er um hlutverk Lögregluskóla ríkisins, stjórn skólans og starfslið, inntökuskilyrði, námstilhögun og prófkröfur í lögreglulögum og reglugerð um Lögregluskóla ríkisins.

Lögregluskóli ríkisins er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir innanríkisráðherra og er í sömu tengslum við embætti ríkislögreglustjóra og lögregluembættin í landinu. Skólinn skal starfrækja grunnnámsdeild er veiti lögreglunemum menntun í almennum lögreglufræðum og framhaldsdeild er veiti starfandi lögreglumönnum símenntun, framhaldsmenntun og sérmenntun.

Skólanum er heimilt, í samráði við ríkislögreglustjóra, að halda námskeið fyrir aðra handhafa lögregluvalds en lögreglumenn og aðra starfsmenn lögreglu og hliðstæðra embætta eða stofnana.

Skólinn skal vera vettvangur rannsókna í lögreglufræðum og stjórnvöldum til ráðgjafar um lögreglumálefni.

Skólastjóri, sem innanríkisráðherra skipar, annast daglega stjórn og rekstur Lögregluskólans. Einnig ber hann ábyrgð á faglegu starfi innan skólans. Skólastjóri skal fullnægja sömu skilyrðum til skipunar í embætti og lögreglustjórar og hafa staðgóða þekkingu á lögreglumálefnum. Skólastjóri er Karl Gauti Hjaltason.