Grunnnámsdeild

Síðast uppfært: 10 Júní 2015 klukkan 12:08

Lögregluskóli ríkisins starfrækir grunnnámsdeild sem veitir lögreglunemum menntun í  almennum lögreglufræðum. Nám við grunnnámsdeildina skiptist í bóknám og starfsnám, heildarlengd námsins skal vera að lágmarki tólf mánuðir og þar af skulu a.m.k. fjórir mánuðir vera starfsnám hjá lögreglunni.

Nám nemenda í bóknámi er ólaunað en lánshæft samkvæmt úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Lögregluskóli ríkisins greiðir nemendum mánaðarlaun í starfsnámi þeirra en viðkomandi lögreglustjóri, þar sem starfsnámið fer fram, greiðir vaktaálag og annan kostnað sem til fellur.

Hver sá sem lýkur grunnnámi frá Lögregluskóla ríkisins, með fullnægjandi árangri, er hæfur til að sækja um laus störf lögreglumanna í lögreglu ríkisins.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nánari upplýsingar um tilhögun grunnnáms við skólann.