Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustöð 2 – Flatahraun 11, Hfj.

Frá lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði (lögreglustöð 2) er sinnt verkefnum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.

Opið er frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu á lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði.

Helstu stjórnendur eru Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri og Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi. Skúli er jafnframt stöðvarstjóri.

Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Netföng: skuli.jonsson@lrh.issaevarg@lrh.ishelgig@lrh.is

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Lögreglan minnir alla vegfarendur á að fara varlega í umferðinni um páskana. Á þessum árstíma eru ökumenn gjarnan farnir að „kitla pinnann“ og þess hafa sést merki í umferðinni undanfarið. Allnokkrir hafa verið sektaðir fyrir vikið og sömuleiðis hafa ökumenn verið staðnir að því að tala í símann án handfrjáls búnaðar. Sektarbókin hefur því farið á loft, en hætt er við að þetta komi illa við pyngjuna hjá flestum. Ökumenn eru því hvattir til að vera réttu megin við lögin, ekki bara til að forðast óþarfa útgjöld, heldur til að stuðla að umferðaröryggi allra. Um páskana mun lögreglan fylgjast sérstaklega með umferðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu, en einnig halda úti eftirliti í umdæminu öllu eins og venjan er.

Veðurspáin fyrir næstu daga er annars misgóð eftir landshlutum, en ferðalangar eru hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. Auk aksturs á löglegum hraða er líka nauðsynlegt að ökumenn og farþegar spenni ávallt beltin, yngri börnin séu í þar til gerðum barnabílstólum, og að sjálfsögðu eiga allir ökumenn að vera allsgáðir. Lögreglan hvetur alla vegfarendur til þess að sýna þolinmæði, sem er ómissandi í umferðinni, og gæta skal sérstakrar varúðar við framúrakstur.

Góða ferð – komum heil heim.
... Sjá meiraSjá minna

2 CommentsComment on Facebook

Gangi ykkur vel um helgina. Takk fyrir ykkar störf,

Hvað þýðir (er) "Kitla pinnan" á íslensku?

Nú þegar páskarnir eru fram undan og viðbúið að margir verði á faraldsfæti vill lögreglan ítreka að fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánasta umhverfi þess. Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum, og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan. Lögreglan vill ennfremur minna á mikilvægi þess að fólk gangi tryggilega frá heimilum sínum, t.d. að loka gluggum, þegar það fer að heiman og ekki er úr vegi að tilkynna nágrönnum um slíkt, en nágrannavarsla getur skipt sköpum þegar kemur að því að upplýsa innbrot eða koma í veg fyrir þau. Sérstaklega er minnt á að útiljós séu kveikt þar sem þau eru til staðar, hvort sem um ræðir bakatil við hús eða að framanverðu. Slíkt einfaldar nágrönnum að sjá umferð/mannaferðir við húsin. Sömuleiðis er mikilvægt að fólk upplýsi ekki um fjarveru sína fyrir allra augum þegar farið er í frí, t.d. með tilkynningu á samfélagsmiðlum. Lögreglan verður með hefðbundið eftirlit um páskana, en áhersla verður lögð á að fylgjast með íbúðarhúsnæði eins og kostur er.

Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000 eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal undantekningarlaust hringja í 112.
... Sjá meiraSjá minna

6 CommentsComment on Facebook

Best að drekka Kaffi

Verð á Tene frá og með morgundeginum, keyriði ekki reglulega fram hjá Dúfnahólunum hvort eð er?

Takk

Hef ég ekki fullan rétt á því að verja það sem er mitt? Ef ég þarf að líkamlega takast á við þjófa, má ég ekki taka almennilega í þá? Sem sjálfsvörn að sjálfsögðu.

Takk kærlega og vonandi munuð þið og við õll eiga gleðilega og rólega páskahátíð ❤️

View more comments

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar mannanna, sem hér sjást á ferð í dökkgráum Toyota Yaris, í tengslum við mál sem er til rannsóknar hjá embættinu.

Ef einhver þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hin sömu vinsamlegast beðin um að hringja í lögregluna í síma 112, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is

Þótt andlit mannanna sjáist aðeins að hluta má ætla að einhver geti samt borið kennsl á þá.
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar  mannanna, sem hér sjást á ferð í dökkgráum Toyota Yaris, í tengslum við mál sem er til rannsóknar hjá embættinu.

Ef einhver þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hin sömu vinsamlegast beðin um að hringja í lögregluna í síma 112, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is

Þótt andlit mannanna sjáist aðeins að hluta má ætla að einhver geti samt borið kennsl á þá.Image attachment
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram