Lögreglan á Suðurlandi Lögreglustöðin á Höfn

Lögreglustöðin á Höfn

Hafnarbraut 36
780  Höfn
Þjónustusími: 444 2050
Netfang: sudurland@logreglan.is

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Suðurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
2 vikum síðan

Skömmu fyrir hádegi í dag barst lögreglunni tilkynning þess efnis að maður hefði ekki skilað sér til vinnu eftir páska. Síðast hafði heyrst af honum s.l. sunnudag og hafði hann þá ætlað að ganga að Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan hóf þegar eftirgrennslan og fann bifreið hans á bifreiðastæði við Skóga.

Í framhaldi var ákveðið að ræsa út björgunarsveitir á svæðinu til leitar ásamt því að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðstoðar við leitina. Það var svo um kl. 16 þegar áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann manninn skammt frá Baldvinsskála. Maðurinn var látinn þegar hann fannst.

Maðurinn sem var á sextugsaldri var af erlendu bergi brotinn en búsettur á Íslandi. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins, en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Veður á Fimmvörðuhálsi hefur verið lélegt síðustu daga og aðstæður til göngu á því svæði ekki góðar.
... Sjá meiraSjá minna

8 CommentsComment on Facebook

🙏🙏🙏

❤️

❤️

❤️🙏❤️

View more comments

4 vikum síðan

Vegna umferðaróhapps er Suðurlandsvegur við Ingólfsfjalls lokaður til austurs á meðan unnið er að því að fjarlægja vörubifreið sem fauk á hliðina. Hjáleið er um Ölfusveg (gamla Suðurlandsveginn) frá Kirkjuferjuvegi inn að Selfossi. Búast má við að vegurinn verði lokaður fram undir hádegi. ... Sjá meiraSjá minna

1 mánuði síðan

Á þriðja tímanum í dag var barst tilkynning um alvarlegt hestaslys í Bláskógabyggð. Lögregla og sjúkralið brugðust við til aðstoðar auk þess sem kallað var eftir aðstoð þyrlu landhelgisgæslunnar sem flytur hinn slasaða, sem er á barnsaldri, á sjúkrahús í Reykjavík til skoðunar og e.a. meðhöndlunar.

Talið er að betur hafi farið en á horfðist við fyrstu tilkynningu og vonir til að áverkar reynist minniháttar.
... Sjá meiraSjá minna

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram