Lýst eftir Rimantas Rimkus

30 Júní 2017 14:17
Síðast uppfært: 30 Júní 2017 klukkan 14:17

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Rimantas Rimkus, 38 ára. Hann er 187 sm á hæð, 74 kg og með dökkt, stutt hár. Ekkert hefur spurst til hans frá því um síðustu mánaðamót, en málið var tilkynnt til lögreglu 19. júní. Leit að Rimantas hefur ekki skilað árangri, en fáar vísbendingar eru fyrir hendi. Rætt hefur verið við fjölmarga aðila vegna málsins, en ekki hefur tekist að varpa ljósi á ferðir Rimantas, eða hvar hann kunni að vera að finna. Ekki er grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Rimantas eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.