10 Mars 2017 11:09

Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 143 km. hraða á Garðvegi þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Hraðaksturinn kostar hann 130.000 króna fjársekt, sviptingu ökuleyfis í einn mánuð og þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá.

Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem virti ekki stöðvunarskyldu. Ofan í kaupið var viðkomandi með barn í bílnum sem sat í aftursæti bifreiðarinnar án sérstaks öryggisbúnaðar. Biðu lögreglumenn eftir því að kunningi ökumanns kæmi með barnabílstól og að búið væri tryggilega um barnið í honum. Að því loknu var ökumanni frjálst að halda för sinni áfram.