30 Maí 2017 10:13

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært tæplega tuttugu ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 146 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann greiddi nær hundrað þúsundir króna, eða 97.500 kr. í sekt. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um vímuefnaakstur og urðu fáeinir uppvísir að vörslu fíkniefna. Loks óku nokkrir sviptir ökuréttindum eða höfðu ekki endurnýjað ökuskírteini.