7 Júlí 2017 16:23

Í vikunni fór fram einn af reglulegum undirbúningsfundum fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja árið 2017.

Þar voru saman komnir allir helstu viðbragðsaðilar sem koma að verkefnum fyrir þjóðhátíð og hafa með höndum verkefni á hátíðinni sjálfri. Tilgangur fundarins var að fara yfir stöðuna til að reyna eftir fremsta megni að stuðla að því að hátíðin verði sem gleðilegust fyrir alla gesti og heimamenn.

Meðal þeirra sem sátu fundinn voru fulltrúar frá þjóðhátíðarnefnd, lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit, gæslu, heilbrigðisstofnun, sjúkraflutningum, sálgæsluteymi, flugvelli, Herjólfi, Vestmannaeyjabæ og sýslumanni.

Meðal þess sem þar var kynnt var vinnulag lögreglu við miðlun upplýsinga.  Eins og áður verða allar upplýsingar um verkefni lögreglu veittar um leið og búið verður að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola.

Viðbragðsaðilar eru á einu máli um að allar forsendur séu til staðar til að þjóðhátíðin 2017 verði til sóma fyrir alla sem að henni koma, ábyrgðaraðila sem gesti.

Með vinsemd

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri.