12 Febrúar 2018 12:11

Mikið hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Í gærkvöld lenti bifreið utan vegar á Reykjanesbraut og hafnaði á hliðinni milli akreina. Ökumaðurinn var horfinn á braut þegar lögreglu bar að, en sjá mátti að báðir framhjólbarðar bifreiðarinnar voru mikið slitnir. Önnur bifreið hafði áður hafnað á toppnum við Ósabotna og hin þriðja skall á víravegriði á Reykjanesbraut þegar ökumaður missti stjórn á henni. Ekki var um alvarleg slys á fólki að ræða í þessum tilvikum.