19 September 2017 18:07

Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 10. – 16. september.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 10. september. Kl. 9.15 féllu tveir menn í hjólreiðakeppni af reiðhjólum sínum á Sæbraut gegnt Laugarásbíó. Þeir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 9.50 féll maður í hjólreiðakeppni af reiðhjóli sínu á Engjavegi við Laugardalshöll. Hann var fluttur á slysadeild.

Mánudaginn 11. september kl. 16.03 féll ökumaður af bifhjóli sínu við hraðahindrun á Kaldárselsvegi við Hlíðarþúfur. Hann var fluttur á slysadeild.

Miðvikudaginn 13. september kl. 15.38 féll ökumaður af bifhjóli sínu í Kjarrmóa við Lyngmóa þegar sorphreinsunarbifreið var ekið þar aftur á bak. Hann var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.