27 September 2016 16:13

 

Ríkislögreglustjóri vekur athygli á upplýsingasíðu um svokallað „ransomware“.  Ransomware er tölvuóværa (malware) sem  læsir öllum gögnum tölvunnar og krefur þolandann um lausnargjald til að fá gögnunum aflæst.  Þessi tegund af tölvubrotum er mikið vandamál í Evrópu og hafa tölvuþrjótar herjað á einstaklinga, fyrirtæki og jafnvel opinberar stofnanir. 

 

Dulkóðunin í þessari óværu er mjög sterk og hefur það reynst nærri ómögulegt að brjóta hana án þess að fá lykil frá þeim sem stjórnar óværunni.  Því eru allar líkur til þess að þeir sem verða fyrir slíku smiti glati gögnum sínum að eilífu. 

 

Hollensk lögregluyfirvöld, í samstarfi við Europol, Intel Security og Kaspersky Lab settu á fót upplýsingasíðu um þessa tegund óværa.  Á síðunni er að finna gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem verða fyrir slíkri óværu og eins eru upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, sem eru mikilvægasti liðurinn til að verjast þessu.  Á síðunni er einnig að finna lykla fyrir nokkrar tegundir af þessari óværu og því er í einhverjum tilvikum mögulegt að endurheimta gögnin. 

 

Hlekkur á síðuna: http://www.nomoreransom.org