12 Mars 2015 16:49

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á að búist er við tveimur kröppum lægðum upp að landinu frá föstudagsmorgni fram á laugardagskvöld samkvæmt spá Veðurstofunnar. Spáð er suðaustan stormi eða roki á morgun (SA 20-25 m/s) en sunnan roki eða ofsaveðri á laugardag (S 25-30 m/s). Mikið vatnsveður fylgir þessum lægðum og hefur verið gefin út sérstök viðvörun þess efnis.
Miðað við þessa veðurspá verður lítið ferðaveður á landinu S- og V-verðu á morgun, bæði vegna veðurhæðar og úrkomu. Á laugardag er ekkert ferðaveður um allt land fram á kvöld.
Viðvörun
Búist er við stormi eða roki, meðalvindhraða 20-25 m/s, víða á landinu á morgun, föstudag. Útlit er fyrir ofsaveður um vestanvert landið á laugardag, en stormi eða roki austantil.
Varað er við mikilli úrkomu og leysingum á Suðaustur- og Suðurlandi á morgun, en um allt land á laugardag. Þar sem mikill nýlega fallinn snjór er víða um land má búast við vatnsflóðum, krapaflóðum og aurflóðum í þessum aðstæðum sem geta skapast á nokkurra ára fresti. Einnig ber að hafa í huga hættuna á votum snjóflóðum.
Veðurspáin fyrir morgundaginn, 13. mars er svohljóðandi:
Vaxandi suðaustanátt með morgninum, 18-25 m/s S- og V-til síðdegis, en 15-23 A-lands annað kvöld. Slydda og síðar rigning, þar af talsverð eða mikil um landið S-vert. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld, fyrst fyrir vestan. Hlýnar seinni partinn, hiti 3 til 8 stig annað kvöld.
Athugasemdir veðurfræðings:
Í kvöld er búist við stormi (meðalvindur yfir 20 m/s) syðst, en víða um land á morgun. Búist er við mikilli úrkomu S- og SA-lands næstu tvo daga. Á laugardaginn er von á enn verra veðri á öllu landinu, frá laugardagsmorgni þar til síðdegis. Ferðalög á milli landshluta geta því verið varasöm.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Veðurstofunnar www.vedur.is

In English:
Travel conditions will be poor in the south and west of the country tomorrow due to wind and rain. On Saturday, wind conditions will be even worse, making travel very dangerous throughout the country until Saturday evening.
Warning
Strong gale to storm, mean wind speed of 20-25 m/s, forecasted in Iceland tomorrow, Friday. Violent storm (up to 30 m/s) in the western half on Saturday but strong gale to storm (20-25 m/s) in the east.
Warnings of heavy precipitation and rapid thaw in the southeast and the south tomorrow but effecting the whole country on Saturday. Because of recently fallen snow there is a danger of flooding of rivers and streams, and slush- or mud floods. Also there is a danger of wet snow avalanches. This kind of event happens once every several years.
The forecast for tomorrow, 13. Mars:
Increasing SE winds in the morning, 18-25 m/s past noon in the south and the west but 15-23 m/s in the east in the evening. Sleet and later rain, heavy in the southern half. Decreasing wind and preciptiation in the evening, first in the west. Temperatures increasing to + 3 to +8 °C by evening.
Forecaster’s remarks:
This evening there will severe gale (more then 20 m/s) along the south coast but over Iceland tomorrow. Heavy precipitation in the south and the southeast next two days.
On Saturday expect even worse weather over the whole country the whole day. Travelling may be very dangerous.