1 Nóvember 2013 12:00
Umsóknarfresti um nám við grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins árið 2014 lauk 26. október sl. Valnefnd skólans hefur nú lokið við yfirferð umsókna og bakgrunnsskoðun er að mestu lokið.
Umsóknir reyndust alls 120, 10 umsækjendur uppfylltu ekki inntökuskilyrði og það eru því 110 umsækjendur, 70 karlar (63,6%) og 40 konur (36,4%), sem eru boðaðir til prófa sem fara fram dagana 12. 15. nóvember nk. Öllum hæfum umsækjendum hefur verið sendur tölvupóstur þar sem fram kemur hvenær þeir eiga að mæta til prófs.
Ef einhver umsækjandi hefur ekki fengið tölvupóst, kunna að hafa orðið mistök við skráningu tölvupóstfangsins og er viðkomandi beðinn að senda tölvupóst á gullis@logreglan.is eða hringja í síma 577 2200 og fá uppgefinn próftímann.