6 Mars 2012 12:00

Að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum var í gær gæsluvarðhald framlengt yfir karlmanni sem tekinn var með rörasprengju og hlaðið skotvopn á heimili sínu í Reykjanesbæ í síðustu viku. Héraðsdómur Reykjaness gerði manninum að sæta gæsluvarðhaldi til dags 26. mars n.k. Héraðsdómur taldi skilyrði a og d liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2009 um meðferð sakamála uppfyllt í málinu. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar.