12 Júní 2019 17:56
Föstudaginn 14. júní, frá og með kl. 8 að morgni, verða gerðar breytingar á akstursstefnu bíla um Laugaveg, en í þeim felst það helst að Laugavegur verður ekinn til austurs frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar.