21 Júní 2025 12:11

Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu kl. 22:16 í gærkvöldi um alvarlega líkamsárás í Reykjanesbæ. Þegar lögreglumenn komu á vettvang ásamt sjúkraliði var ljóst að viðkomandi var með alvarlega stunguáverka og því fluttur til Reykjavíkur undir læknishendur.

Lögreglan hóf strax leit af meintum árásamanni og fannst viðkomandi á höfuðborgarsvæðinu fljótlega eftir miðnætti.

Ástand árásarþola er stöðugt en rannsókn málsins er á frumstigi.

Vegna alvarleika málsins og rannsóknarhagsmuna, mun lögreglan fara fram á gæsluvarðhald yfir árásaraðila í dag.

Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar um málið á þessari stundu.