9 Mars 2025 13:28

Þann 6. mars varð alvarlegt umferðarslys á gatnamótum Vesturlandsvegar og Vestfjarðarvegar í Borgarfirði. Fólksbifreið og hópbifreið rákust þar saman á gatnamótunum. Fjölmennt lið björgunaraðila var sent á vettvang, lögregla, sjúkralið, slökkvilið ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Barn á öðru aldursári lést í slysinu en aðrir eru ekki alvarlega slasaðir.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi fer með rannsókn málsins.