28 Febrúar 2019 21:08
Alvarlegt umferðarslys varð á gatnamótum á Lambhagavegi í Reykjavík um hálfáttaleytið í kvöld, en þar var ekið á gangandi vegfaranda. Lögreglan og sjúkraflutningamenn héldu þegar á vettvang, en slysið átti sér stað u.þ.b. miðja vegu á milli Bauhaus og Mímisbrunns. Rannsókn slyssins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.