4 Apríl 2017 14:19
Árleg samantekt um stöðu jafnréttismála lögreglunnar, fyrir árið 2016, er nú komin út. Í henni er m.a. að finna yfirlit um kynjabókhald lögreglunnar miðað við stöðuna 1.febrúar 2016. Samkvæmt þeim upplýsingum hefur áfram orðið aukning á hlutfalli kvenna meðal lögreglumanna milli ára eða fór úr 15% árið 2015 í 16% árið 2016. Þá er í samantektinni að finna upplýsingar skv. framkvæmdaáætlun jafnréttismála frá lögregluembættunum. Þegar ástæður brotthvarfs meðal lögreglumanna eru skoðaðar má sjá að af þeim 40 lögreglumönnum sem létu af störfum á árinu 2016 voru 28 sem fóru í önnur störf (70%), átta hættu vegna aldurs (20%) og fjórir (10%) hættu af öðrum ástæðum. Á árinu 2016 barst fagráði lögreglunnar ein tilkynning.
Samantektina má finna hér