29 Júní 2015 14:13

Árleg samantekt um stöðu jafnréttismála lögreglunnar, fyrir árið 2014, er nú komin út. Í henni er m.a. að finna yfirlit um kynjabókhald lögreglunnar miðað við stöðuna 1.febrúar 2014 og upplýsingar úr aðgerðar- og framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Samkvæmt þeim upplýsingum hefur lítil breyting orðið á milli ára á hlutfalli kvenna sem eru lögreglumenn. Þá eru fleiri konur en karlar, bæði meðal lögreglumanna og borgaralegra starfsmanna sem vinna hlutastarf. Á árinu 2014 bárust fagráði lögreglunnar fjórar tilkynningar. Tvö mál voru afgreidd en tvö voru enn í vinnslu í lok árs 2014.

Samantektina má finna hér