1 Nóvember 2024 17:25
Það var ánægjuleg stund á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær þegar lögregluliðunum á Norðurlandi eystra og Austurlandi voru afhentar tvær nýjar og sérútbúnar bifreiðar til að sinna landamæravörslu í umdæmunum. Það var ekki tilviljun að þær voru afhentar í Reykjavík, en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði veg og vanda að kaupunum og undirbúningi þeirra að undangengnu sameiginlegu útboði lögreguembættanna. Þriðja, nýja landamærabifreiðin verður svo tekin í notkun á næstum vikum, en hún verður notuð til landamæravörslu á höfuðborgarsvæðinu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afhendingunni í gær, en bæði Norðlendingum og Austfirðingum er óskað til hamingju með nýju og glæsilegu bifreiðarnar. Þess ber loks að geta að bifreiðakaupin eru styrkt af landamærasjóði Evrópusambandsins.