24 Maí 2025 12:18
Búast má við talsverðri umferð í Laugardalnum síðdegis, en í Laugardalshöll eru tónleikar á dagskrá sem hefjast kl. 18. Ökumenn eru hvattir til að sýna þolinmæði og skilning, flýta sér hægt, leggja löglega og að sjálfsögðu að vera allsgáðir við stýrið.
Vegna tónleikanna í Laugardalshöll er athygli vakin á því að fjölda bílastæða er að finna í Laugardal. Tónleikagestir eru hvattir til að nýta þau, en meðfylgjandi er kort sem sýnir hvar stæðin er að finna. Og svo er líka upplagt að geyma bílinn heima og taka strætó í bæinn!