27 Ágúst 2009 12:00
Bílþjófur var handtekinn í Hafnarfirði í gærkvöld en um var ræða konu á þrítugsaldri. Þrír aðrir voru með henni í hinu stolna ökutæki þegar lögreglan kom á vettvang og reyndist einn þeirra vera eftirlýstur fyrir aðrir sakir. Viðkomandi var því einnig handtekinn. Fyrr um daginn gómaði lögreglan þrjá pilta, 16 og 17 ára, sem voru að stela skráningarnúmerum af bíl í Kópavogi. Þau átti síðan að setja á bíl eins þremenninganna en umrætt ökutæki var orðið bensínlítið. Í framhaldinu var meiningin að fara á bensínstöð og taka eldsneyti en aka svo á brott án þess að greiða fyrir það. Aðferðin er velþekkt hjá bensínþjófum sem reyna að villa á sér heimildir með þessum hætti. Fleiri óprúttnir aðilir voru á ferð í Kópavogi því tilkynnt var þjófnað á dekkjum. Um var að ræða fjögur dekk sem höfðu verið tekin undan bíl sem var á bifreiðastæði við verkstæði í bænum. Eiganda bílsins brá að vonum þegar hann kom að bílnum en tjónið er verulegt.