14 Apríl 2025 12:44

Á ofbeldisgátt 112.is hefur verið birtur leiðarvísir fyrir börn sem eru þolendur heimilisofbeldis, eða ofbeldis milli skyldra og tengdra. Í leiðarvísinum er fjallað um meðferð málanna allt frá fyrstu afskiptum af málunum og þar til dómur liggur fyrir á barnvænan hátt:

Á 112.is ofbeldisgáttinni má einnig finna upplýsingar á barnvænan hátt um birtingarmyndir ofbeldis milli skyldra og tengdra fyrir börn og ungmenni. Mikilvægt þótti að tengja síðurnar um ferli heimilisofbeldismála við umfjöllun um kynferðisofbeldi og meðferð slíkra mála í réttarkerfinu. Erlendar rannsóknir benda til að þolendur og gerendur í kynferðisbrotamálum eru oft skyld, tengd og/eða þekkjast.

Hér má finna umfjöllun um þau öryggisúrræði sem lögreglan getur boðið upp á, þar á meðal nálgunarbann og brottvísun af heimili.  Slík ákvæði má finna í barnaverndarlögum nr. 80/2002, 37. gr. og lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili nr. 85/2011.

Hvatt er til þess að nýta leiðarvísana til upplýsinga við meðferð mála.

Yfirlitssíða leiðarvísa á 112.is


Nánari upplýsingar veitir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, helena.sturludottir@logreglan.is