16 Október 2009 12:00

Svo virðist sem reglur um útivist hafi farið framhjá unglingunum sem lögreglan stöðvaði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í nótt. Þau voru fjögur saman á rúntinum en bílstjórinn var sá eini sem hafði aldur til að vera úti svona seint. Farþegar hans, 16 ára strákur og tvær 13 ára stelpur, hefðu með réttu átt að vera löngu komin í háttinn. Ökumaðurinn sá um að skutla piltinum heim en stúlkurnar fengu lögreglufylgd heim að dyrum og voru forráðamenn þeirra afar þakklátir lögreglu fyrir afskiptin.