18 Janúar 2021 14:22

Lögreglan á Austurlandi hefur frá því í síðustu viku haft til rannsóknar meint brot tveggja einstaklinga á skyldum þeirra sem eru í sóttkví og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Málið telst að fullu upplýst og umræddir einstaklingar játað brot sín. Málið hefur verið því verið sent til ákærusviðs embættisins til frekari afgreiðslu og ákvörðunar.