27 Janúar 2009 12:00

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í húsinu á Klapparstíg 17 í Reykjavík í þar síðustu viku. Um er að ræða íbúðarhús en eldur kom upp í húsinu aðfaranótt föstudagsins 16. janúar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins og biður alla þá sem geta veitt upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í eða við húsið að hafa samband í síma 444-1100 eða 444-1104. Lögreglan leitar vísbendinga um mannaferðir á þessum stað á tímabilinu 3:00-3:30 umrædda nótt.