23 Maí 2025 14:31

Tveir karlar eru látnir eftir brunann í vesturbæ Reykjavíkur. Annar lést í gær eins og fram hefur komið, en hinn lést af sárum sínum á Landspítalanum fyrr í dag. Þriðji maðurinn, sem var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp, liggur á Landspítalanum, en hann er ekki í lífshættu.

Rannsókn málsins miðar vel, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.