23 Febrúar 2009 12:00

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra heimsótti embætti ríkislögreglustjóra í dag ásamt embættismönnum ráðuneytisins. Yfirstjórn ríkislögreglustjóraembættisins átti fund með ráðherra um löggæslumál. Að fundi loknum kynnti ráðherra sér starfsemi embættisins og ræddi við starfsfólk. 

Á myndinni fyrir miðju er Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.  Aðrir á myndinni eru Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri, Þórunn J. Hafstein skrifstofustjóri, Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn, Skúli Þór Gunnsteinsson lögfræðingur, Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn og Jónas Ingi Pétursson framkvæmdastjóri rekstrar.