6 Apríl 2020 08:21

Eitt það mikilvægasta sem við þurfum að muna fyrir páskana er auðvitað að kaupa páskaeggin til að gæða okkur á. Við hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búin að því og ættu eggin að vera komin til flestra starfsmanna okkar þegar þetta er ritað. Þeir eiga það svo sannarlega skilið, rétt eins og allir hinir sem standa í ströngu í framlínunni þessar vikurnar. Við keyptum Nóa Síríus páskaeggin þetta árið hjá félögum okkar, hjónunum Þóru Jónasdóttur og Guðmundi Ásgeirssyni, en þau hafa bæði starfað í lögreglunni um árabil. Þóra og Guðmundur eru hluti af hópi sem kallast Team Rynkeby, en það er samnorrænt góðgerðarstarf. Þátttakendur þess hjóla á hverju ári til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra. Allur ágóði af sölu páskaeggja Team Rynkeby á Íslandi rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna á Íslandi (SKB). Við vitum að vinir okkar hjá embætti ríkislögreglustjóra hafa líka keypt páskaeggin hjá þeim Þóru og Guðmundi þetta árið og er það vel. Meðfylgjandi mynd var smellt af þeim hjónum þegar páskaeggin voru færð embættinu og að sjálfsögðu var fylgt leiðbeiningum sóttvarnalæknis við afhendinguna.