31 Júlí 2016 16:13

Uppfært kl. 17:17

Eyrarbakkavegur hefur nú verið opnaður. Þar varð árekstur með bifreið sem ekið var Hafnarbrú og inn á Eyrarbakkaveg í veg fyrir bifhjól sem þar átti leið um. Ökumaður bifhjólsins var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Hann var með meðvitund en ekki er vitað frekar um meiðsl hans.

Lögreglan á Suðurlandi hefur nú lokað Eyrarbakkavegi frá Óseyrarbrú og austur að Eyrarbakka vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð þar á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Hafnarbrúar. (Vestasta innkeyrslan inn í þorpið á Eyrarbakka) Þar rákust saman bifreið og bifhjól. Lögregla og sjúkralið er við vinnu á vettvangi og verið er að flytja ökumann bifhjólsins á sjúkrahús í Reykjavík.