2 Júní 2025 14:37

Á morgun, þriðjudaginn 3. júní, eru töluverðar líkur á samgöngutruflunum á landsbyggðinni. Vegna veðurs gæti komið til lokana á vegum með skömmum fyrirvara. Ökumenn eru hvattir til að fylgjast mjög vel með færð og veðri ef ekið er á milli landshluta og sýna fyllstu aðgát og varkárni. Akstursskilyrði geta versnað verulega, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og eru ekki útbúin miðað við aðstæður.

Vindasamt verður á Suðvesturlandi, m.a. hvasst á sunnanverðu Kjalarnesi, en þegar þetta er ritað hefur verið gefin út gul viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 8-17 á morgun, þriðjudaginn 3. júní. Í umdæminu er spáð staðbundnu norðan hvassviðri með sterkum hviðum og er fólk hvatt til að tryggja lausamuni sem geta fokið.